Hof
Lýsing
Hof lopapeysa er þriðja uppskriftin mín sem er prjónuð úr Álafosslopa. Hof munstur er einfalt og skemmtilegt að prjóna. Litirnir sem ég valdi í peysuna minntu mig á jökklana á Suðurlandi svo mér fannst nafnið Hof passa vel á þetta munstur. Peysan er prjónuð neðanfrá og upp.
Stærðir (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd
XXS: 83 cm – 30 cm – 42 cm – 30,5 cm
XS: 89 cm – 32 cm – 44 cm – 32 cm
S: 95 cm – 34 cm – 46 cm – 33,5 cm
M: 101,5 cm – 36 cm – 47 cm – 34,5 cm
L: 107,5 cm – 38 cm – 48 cm – 37 cm
XL: 113,5 cm – 40 cm – 49 cm – 40 cm
XXL: 120 cm – 43 cm – 50 cm – 41,5 cm
3XL: 126 cm – 43 cm – 51 cm – 44,5 cm
4XL: 132 cm – 44 cm – 52 cm – 46 cm
5XL: 141,5 cm – 46 cm – 52 cm – 47 cm
Garn: Álafosslopi – Plötulopi getur líka gengið
Litur A Norðurskaut 1232 XXS(4), XS(5), S(5), M(5), L(6), XL(6), XXL(7), 3XL(7), 4XL(8), 5XL(8)
Litur B Svarblár 0709 XXS(1), XS(1), S(1), M(2), L(2), XL(2), XXL(2), 3XL(2), 4XL(2), 5(2)
Litur C Hvítur 0051 1407 XXS(1), XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1), 3XL(1), 4XL(1), 5XL(1)
Prjónar: 7 mm og 6mm
Prjónafesta 13 l/18 raðir á 10×10 cm
ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 6mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp, en fyrir þá sem eru vanir að prjóna frá hálsmáli, þá er auðvelt að fylgja uppskriftinni öfuga leið, og taka saman þar sem stendur auka út.
1.100 kr.