Gjafabréf
Lýsing
Þetta gjafabréf frá Lopamunstur.is gildir sem full greiðsla fyrir öll munstur að andvirði 1100 kr. (hvert kort)
Hægt er að kaupa gjafabréf og senda beint til viðkomandi með tölvupósti eða með því að senda sjálfum sér og prenta út. Það er gert með því að setja netfang viðkomandi eða kaupanda í ‘To’ reitinn.
Mögulegt er að kaupa nokkur gjafabréf og senda á mismunandi netföng með því að aðskilja netföngin með kommu í ‘To’ reitnum, eða með því að skrá netfang kaupanda og uppfæra ‘magn’.
Athugið:
Eftir kaupin munu þér berast 3 tölvupóstar. Fyrst kvittun, svo staðfesting frá vefversluninni fyrir kaupunum og síðast gjafabréfið.
Mögulegt er að síðasti tölvupósturinn, sem er gjafabréfið, lendi í ruslpósti/junk/spam í þeim póstþjón sem þú notar, þannig að mikilvægt er að leita þar ef það berst ekkii í inboxið.
Að leysa út gjafakortið:
Ef þú sendir gjafakort beint með tölvupósti til viðkomandi, þá getur sá hinn sami smellt á slóð í póstinum, sem tekur þau beint í vefverslunina. Þegar vara er skoðuð í körfunni, þá er þegar búið að draga frá andvirði gjafabréfsins.
Ef þú velur að senda þér sjálfri/um tölvupóst til að prenta bréfið út, þá er gott að skrifa á bréfið slóðina á vefverslunina https://lopamunstur.is
Þegar varan er í körfunni, þá er reitur til að skrifa gjafabréfs númerið sem dregur andvirði gjafabréfsins frá upphæðinni.
Vinsamlegast athugið að gjafabréf gilda eingögnu fyrir munstur með sömu upphæð, 1100 krónur. Reitirnir til að fylla út eru á ensku. Ef þú átt í vandræðum með að fylla þá út eða kaupa gjafabréf, vinsamlega hafðu samband.
1.100 kr.