Ef ég nenni barna

Lýsing

Ef ég nenni munstur er núþegar til í fullorðins stærðum en er nú einnig fáanleg í barna stærðum. Ég valdi nafnið Ef ég nenni því það er uppáhalds jóla lagið mitt og mér fannst það passa vel við uppskriftina því peysan gæti virkað eins og mikil vinna, en hún er auðveld að fylgja og það er einnig hægt að sleppa hvíta litnum á ermum og bol til að einfalda hana. Ef ég nenni munstur er jólamunstur en það gengur líka upp á öðrum árstíðum. Mig langaði að prjóna peysuna í bláu vegna þess að munstrið gengur líka upp sem Frozen munstur.

 

Peysan er prjónuð neðan frá og upp.

 

Stærðir (eftir aldri) 2 (4) 6 (8) 10 (12) ára

Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd

2:   60 cm       –       21 cm        –      23 cm      –     25,5 cm
4:   66,5 cm    –       25 cm        –     27 cm      –     28 cm
6:   73 cm        –      30,5 cm     –     32,5 cm   –     28 cm
8:   80 cm       –      32,5 cm      –    34,5 cm    –     28 cm
10: 86,5 cm    –      36,5 cm     –     38,5 cm    –     29 cm
12: 93 cm        –      38,5 cm     –     44 cm       –     30 cm

 

Garn: Saga Wool frá Icewear Garn eða Léttlopi – 50g – 100m
Litur A Blár 2(3), 4(3), 6(4), 8(5), 10(5), 12(5)
Litur B Hvítur 2(2), 4(2), 6(2), 8(3), 10(3), 12(4)

 

 

Prjónar: 5 mm

Prjónafesta 18 l/26 raðir 10×10 cm

ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 4,5mm eða jafnvel 4mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni

1.100 kr.

- +
Shopping Cart
Scroll to Top