Desember
Lýsing
Desember munstur er fyrsta jólamunstrið sem ég hannaði. Ég ákvað hinsvegar að byrja á Sitkagreni og Rúdólf þar sem að ég hélt að þetta munstur myndi ekki koma nógu vel út. Ég er mjög ánægð með hvernin Desember lopapeysan kom út.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp.
Stærðir (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd
XXS: 75,5 cm – 30 cm – 42 cm – 31 cm
XS: 82 cm – 32 cm – 44 cm – 32 cm
S: 93 cm – 34 cm – 46 cm – 33 cm
M: 98 cm – 36 cm – 47 cm – 35,5 cm
L: 109 cm – 38 cm – 48 cm – 36,5 cm
XL: 115,5 cm – 40 cm – 49 cm – 39 cm
XXL: 122 cm – 42 cm – 50 cm – 41 cm
3XL: 129 cm – 43 cm – 51 cm – 42 cm
4XL: 138 cm – 44 cm – 52 cm – 43 cm
5XL: 146,5 cm – 46 cm – 52 cm – 44 cm
Efni: Léttlopi – 50g dokkur, 100m
Litur A Grenigrænn 1407 XXS(5), XS(5), S(6), M(7), L(9), XL(10), XXL(11), 3XL(12), 4XL(12), 5XL(13)
Litur B Hvítur 0051 XXS(1), XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(2), XXL(2), 3XL(2), 4XL(2), 5XL(2)
Prjónar: 5 mm
Prjónafesta 18 l/26 raðir á 10×10 cm
ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 4,5 mm eða jafnvel 4mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni.
1.100 kr.