Hilling
Lýsing
Hilling munstur varð upprunalega til þegar ég var að teikna upp Meyju munstrið. Mér fannst það hinsvegar ekki vera nógu mikil Meyja en fannst það of flott til að gefa það ekki út líka! Hilling er klassískt lopapeysumunstur með mjúkr línur með 4 litum í axlastykki.
Stærðir (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd
Garn: Saga wool frá Icewear Garn – 50 gr – 100 m – (Léttlopi gengur líka vel)
Litur A Snow white 1000 XXS(6) XS(6), S(7), M(8), L(9), XL(10), XXL(10) 3XL(11) 4XL(12) 5XL(12)
Litur B Sangria red 2132 XXS (1) XS(1), S(1), M(2), L(2), XL(2), XXL(2) 3XL(2) 4XL(3) 5(3)
Litur C Fruit Dove 8150 1407 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(2)
Litur D Light pink 8101 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(2)
Prjónar: 5 mm
Prjónafesta 18 l/26 raðir á 10×10 cm
ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 4,5mm eða jafnvel 4mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp, en fyrir þá sem eru vanir að prjóna frá hálsmáli, þá er auðvelt að fylgja uppskriftinni öfuga leið, og taka saman þar sem stendur auka út.
1.100 kr.