Jólapeysa

Lýsing

Jólapeysa munstur er fimmta jólamunstrið sem ég gef út. Jólin eru ekki uppáhalds tíminn minn en ég elska þema. Mig langar því að reyna gefa út 1-2 jólamunstur út á ári. Jólapeysa er einföld og þægileg uppskrift, það eru aldrei meira en 2 litir á sama tíma í hverri umferð.

 

Stærðir (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL) 5XL

 

Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd

 

XXS: 71 cm – 30 cm – 42 cm – 31 cm
XS: 81 cm – 32 cm – 44 cm – 32 cm
S: 86,5 cm – 34 cm – 46 cm – 33 cm
M: 96,5 cm – 36 cm – 47 cm – 35,5 cm
L: 109 cm – 38 cm – 48 cm – 36,5 cm
XL: 116,5 cm – 40 cm – 49 cm – 39 cm
XXL: 124 cm – 42 cm – 50 cm – 41 cm
3XL: 134 cm – 43 cm – 51 cm – 43 cm
4XL: 146,5 cm – 44 cm – 52 cm – 43 cm
5XL: 156,5 cm – 46 cm – 52 cm – 44 cm

 

Garn: Saga Wool frá Icewear Garn – 50 gr – 100 m (Léttlopi frá Istex eða sambærilegt garn gengur líka vel)

Litur A Rauður XXS(5) XS(6), S(7), M(8), L(9), XL(11), XXL(12) 3XL(12) 4XL(13) 5XL(14)
Litur B Hvítur XXS(1) XS(1), S(2), M(2), L(2), XL(2), XXL(2) 3XL(2) 4XL(2) 5XL(2)
Litur C Grænn XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur D Appelsínugulur XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)

 

Prjónar: 5 mm

Prjónafesta 18 l/26 raðir á 10×10 cm

ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 4,5mm eða jafnvel 4mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni.

 

Jólapeysa uppskrift er prjónuð neðan frá og upp, en fyrir þá sem eru vanir að prjóna frá hálsmáli, þá er auðvelt að fylgja uppskriftinni öfuga leið, og taka saman þar sem stendur auka út og öfugt.

1.100 kr.

- +
Shopping Cart
Scroll to Top