Regnbogi
Lýsing
Regnbogi uppskrift er prjónuð úr Léttlopa og Einbandi. Ég var búin að vera með þessa hugmynd lengi í kollinum en fann aldrei réttu litina. Um leið og ég rakst á þessa liti í Einbandinu ákvað ég að prufa að blanda þeim við Léttlopan því þetta eru akkúrat litirnir sem mig langað svo í. Það er öllum þó frjálst að prjóna peysuna úr sama garni. Regnbogi lopapeysa er einnig frábært munstur til að nota í afgangaprjón þar sem það þarf ekki meira en 30 gröm af hverjum lit.
Stærðir (XXS) XS (S) M (L) XL (XXL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd – Lengd á bol – Ermalengd – Ermavídd
XXS: 71 cm – 30 cm – 42 cm – 31 cm
XS: 80 cm – 32 cm – 44 cm – 31 cm
S: 86,7 cm – 34 cm – 46 cm – 32 cm
M: 93 cm – 36 cm – 47 cm – 35,5 cm
L: 100 cm – 38 cm – 48 cm – 38 cm
XL: 106,7 cm – 40 cm – 49 cm – 40 cm
XXL: 113 cm – 43 cm – 50 cm – 42 cm
3XL: 126,5 cm – 43 cm – 51 cm – 42 cm
4XL: 133 cm – 44 cm – 52 cm – 43 cm
5XL: 140 cm – 46 cm – 52 cm – 44 cm
Garn: Léttlopi frá Istex – 50 gr dokkur – 100 m og Einband frá Istex – 50 gr – 250 m. ATH: Einbandið er prjónað þrefalt.
Litur A Hvítur 0051 XXS(6) XS(6), S(7), M(8), L(9), XL(10), XXL(10) 3XL(11) 4XL(12) 5XL(12)
Litur B Skærrauður 1770 XXS (1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5(1)
Litur C Appelsínugulur 1766 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur D Gulur 1765 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur E Skærgrænn 1764 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur F Skærblár 1098 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur G Fjólublár 9132 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Litur H Skærbleikur 1768 XXS(1) XS(1), S(1), M(1), L(1), XL(1), XXL(1) 3XL(1) 4XL(1) 5XL(1)
Prjónar: 5 mm
Prjónafesta 18 l/26 raðir á 10×10 cm
ATH: Uppskriftin er prjónuð frekar fast svo þið gætuð þurft að nota prjóna 4,5mm eða jafnvel 4mm, ekki er mælt með að sleppa prjóna festunni.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp, en fyrir þá sem eru vanir að prjóna frá hálsmáli, þá er auðvelt að fylgja uppskriftinni öfuga leið, og taka saman þar sem stendur auka út. Ég prjónaði peysuna á myndunum ofan frá og niður sjálf.
1.100 kr.